Náttúrusmiðja hefst 8.sept

Listvist – náttúrusmiðja – vikunámskeið

Vikuna 8.-12. september verður Hlutverkasetur með vikunámskeið í myndlist með áherslu á þrykk.

Námskeiðið er byggt upp sem skynjunarnámskeið þar sem unnið er með upplifun þátttakenda af náttúruskoðun með aðferðum þrykkaðferða.

Námskeiðið er samtals tuttugu stundir, fjórir klukkutímar á dag í eina viku.

Kennsla verður frá kl. 11 til 15 daglega og lýkur með sýningu föstudaginn 12. september

Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að tilkynna þátttöku á skrifstofu Hlutverkaseturs í síma 517 3471/695 9285 fyrir 5. september

Námskeiðið eru ókeypis

Kennarar: Anna Henriksdóttir og Svafa Björg Einarsdóttir listkennarar