Nýtt námskeið – Á hjólum í borginni

hjolac3b0-i-bc3a6num 

Hjólafærni á Íslandi býður upp á námskeið í hjólafærni. Hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. Farið yfir aðstæður reiðhjólafólks í borginni, stillingu á stellinu, fatnað, hjálm, gíra og öryggi hjólreiðafólks. Fyrsti tíminn er almenn kynning og spjall en síðan verður unnið í minni hópum sem miðar að getu hvers þátttakenda. Raðað í þá tíma eftir óskum þátttakenda.
 Nemendur komi með sín eigin reiðhjól. Á Íslandi er hjálmaskylda fyrir 15 ára og yngri. Nemendur er hvattir til þess að koma með hjálm.
Námskeiðið hefst:
þriðjudaginn 21. júlí kl. 11 – 12.30.
Aðrir tímar verða settir á þessa sömu viku 20. – 24. júlí.

Kennari:  Sesselja Traustadóttir hjólakennari.
 
Þátttaka tilkynnist í síma 5173471 eða  6959285. Nánari upplýsingar í síma 864 2776
Einnig eru greinar um Hjólafærni á heimasíðunni www.ifhk.is