Ekki gleyma! Það er enginn betri en þú, bara öðruvísi

Minnum á erindi í Hlutverkasetri í dag, þriðjudaginn 3.febrúar kl 13:10.

Allir velkomnir!

Ég heiti Sighvatur Ívarsson og er 47 ára gamall, hef starfað sem sölumaður og þjónn meira eða minna alla mína æfi ásamt því að hafa unnið ýmis önnur störf, í gegnum mína vinnu þá hef ég kynnst mörgu fólki sem hefur gefið mér góða yfirsýn á því hvaða sýn fólk hefur til lífsins, ég hef síðastliðin 23 ár lært og sjálfmenntað mig í mannrækt og svo blanda ég saman við þessa þekkingu minni eigin reynslu af lífinu.
Að vera meðvitaður um sjálfan sig og taka ábyrgð á sjálfum sér, temja sér þakklæti og byggja sjálfan sig upp innanfrá og út er það sem ég mun fara yfir á þessum fyrirlestri en aðalega ætla ég bara að tala um þetta allt út frá hjartanu og hvað ég hef gert til að byggja mig upp. Ég hef tvisvar sinnum tapað öllum mínum veraldlegu eigum, gengið í gegnum skilnað þrisvar sinum, upplifað ofsakvíða og í raun allar þær neikvæðu tilfiningar sem ein manneskja getur haft og mikið af þeim en stend samt keikur í dag, þrátt fyrir að hafa farið langt niður í þunglyndi og langað að deyja, en í dag er ég hamingjusamur og finnst gaman að vera til….

FacebookTwitterGoogle+Deila

Það er enginn betri en þú, bara öðruvísi….

Erindi í Hlutverkasetri, þriðjudaginn 3.febrúar kl 13:10.

Allir velkomnir!

Ég heiti Sighvatur Ívarsson og er 47 ára gamall, hef starfað sem sölumaður og þjónn meira eða minna alla mína æfi ásamt því að hafa unnið ýmis önnur störf, í gegnum mína vinnu þá hef ég kynnst mörgu fólki sem hefur gefið mér góða yfirsýn á því hvaða sýn fólk hefur til lífsins, ég hef síðastliðin 23 ár lært og sjálfmenntað mig í mannrækt og svo blanda ég saman við þessa þekkingu minni eigin reynslu af lífinu.
Að vera meðvitaður um sjálfan sig og taka ábyrgð á sjálfum sér, temja sér þakklæti og byggja sjálfan sig upp innanfrá og út er það sem ég mun fara yfir á þessum fyrirlestri en aðalega ætla ég bara að tala um þetta allt út frá hjartanu og hvað ég hef gert til að byggja mig upp. Ég hef tvisvar sinnum tapað öllum mínum veraldlegu eigum, gengið í gegnum skilnað þrisvar sinum, upplifað ofsakvíða og í raun allar þær neikvæðu tilfiningar sem ein manneskja getur haft og mikið af þeim en stend samt keikur í dag, þrátt fyrir að hafa farið langt niður í þunglyndi og langað að deyja, en í dag er ég hamingjusamur og finnst gaman að vera til….

Erindi framundan

Þriðjudaginn, 14. janúar klukkan kl.13-13:30 mun Óskar Freyr Hinriksson kynna fyrir okkur hvernig hann sigraðist á aukakílóunum. Hann ætlar að kynna fyrir okkur þá lausn sem virkaði fyrir hann, sem er í senn einföld, auðskiljanleg og allir geta tileinkað sér.