Leiklistarhópurinn auglýsir eftir fólki

Leiklistarhópur Hlutverkaseturs óskar eftir fleira fólki til þess að taka þátt í skemmtilegri vinnu með texta úr frægu leikverki um hina eilífu bið.

Sláist í hópinn og njótið þess að skemmta ykkur yfir fáránleika aðstæðna og orða eins og þær birtast í einhverju margræðasta en jafnframt einfaldasta og kannski skemmtilegasta leikriti tuttugustu aldar.

Tímarnir eru á mánudögum frá kl. 14.15-16.00 í
Hlutverkasetri, Borgartúni 1

Bestu kveðjur, Trausti

sjá nánar hér