Göngutúrar

Vilt þú vera með í næstu göngu? Sendu Helgu póst á helga@hlutverkasetur.is og hún segir þér hvar hún hittir þig

Hreyfing er mikilvæg fyrir alla og sérstaklega á tímum sem þessum. Á facebook erum við að pósta slóðum á hreyfingu og ýmsu öðru fyrir ykkur að gera. Við berum ábyrgð á okkur sjálf. Við skiptum öll máli

Áskorun

 

Byrjaði á Facebook með verkefni sem þið getið unnið heima. Endilega sendið okkur hugmyndir ykkar. Netfang hlutverkasetur@hlutverkasetur.is og samfélagsmiðlar @hlutverkasetur

Vegna hertra sóttvarnarlaga

Nú eru breyttir tímar og Hlutverkasetur ekki opið með hefðbundnum hætti. Við erum búin að úthluta fólki ákveðnum plássum sem það má mæta í. Eldhúsið verður lokað og því ekki hægt að borða eða fá sér kaffi. Við biðjum alla um að sinna sóttvörnum með okkur og fækka öllum snerti flötum. Ef við erum ekki búin að hafa samband varðandi tíma máttu endilega heyra í okkur í gegnum Facebook eða á hlutverkasetur@hlutverkasetur.is
Fyrirkomulagið verður þannig að hurðin verður opnuð rétt áður en tíminn á að byrja og svo verður henni lokað 15 mínútum eftir að tíminn hefst. Hurðarlokunin er vegna þess að við viljum passa að aldrei séu fleiri en 10 manns í einu á staðnum og svo hægt sé að sótthreinsa á milli hópa. Þegar úthlutuðum tíma er lokið verðum við að biðja fólk um að yfirgefa staðinn svo hægt sé að undirbúa komu næsta hóps.
Daglega klukkan 11 verður farið í gönguferðir frá Hlutverkasetri sem allir geta tekið þátt í.
Í skipulagningu eru síðan viðburðir á Zoom sem verða tilkynntir síðar