Viðtal við Stefán á Stöð 2 – flott framtak!

Stefán Sveinbjörnsson starfsmaður í Hlutverkasetri kom nýlega fram í sjónvarpsþáttaröðinni Doktor á Stöð 2 þar sem hann lýsir þunglyndi á hátt sem lætur engan ósnortinn.

Smellið á linkinn hér að neðan til að sjá viðtalið:

http://visir.is/lysir-thunglyndi-a-hatt-sem-laetur-engan-osnortinn/article/2013131129067

Geðveik jól til styrktar Hlutverkasetri

Það var líf og fjör í Hlutverkasetri í dag. Tökulið Sagafilm mætti á staðinn til að taka upp fyrir Geðveik jól, tvo þætti sem sýndir verða í Ríkissjónvarpinu 12. og 19. desember.

Geðræktar-verkefnið GEÐVEIK JÓL, styrkir í ár þrjú félagasamtök sem hafa unnið ötullega að því að styðja við bakið á fólki sem glíma við geðraskanir og einangrun vegna vinnumissis. Í þetta sinn urðu Hlutverkasetur, Hugarafl og Vin athvarf fyrir valinu.

Geðveik jól, hafa fest sig í sessi sem árlegur desember viðburður og ómissandi skemmtun hjá stafsfólki íslenskra fyrirtækja. Fyrirtæki keppa sin á milli um titilinn „geðveikasta jólalagið“ og næra geðheilsuna á sínum vinnustað á sama tíma. Fjölmargir listamenn koma við sögu í þáttunum sem framleiddir eru af Saga Film.

Geðveik jól, láta gott af sér leiða með því að almenningur getur heitið á sitt uppáhalds jólalag inná gedveikjol.is og haft þannig áhrif á hvaða jólalag vinnur titilinn „geðveikasta jólalagið“ atkvæðið kostar 1000 kr. og fer ágóði söfnunarinnar í góð málefni.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af tökuliði Saga film

img_1933